Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Ný stjórn Umhverfis- og náttúrfræðifélags Mosfellsbæjar
19.11.2010 | 11:18
Á framhaldsaðalfundi Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar, sem haldinn var þann 18. nóvember s.l. að loknu fræðslufundi félagsins um utanvegaakstur, var kosið í nýja stjórn félagsins.
Nýja stjórn skipa:
Oddgeir Þór Árnason, formaður
Vala Friðriksdóttir
Andrés Arnalds
Fráfarandi stjórn, þeim Guðjóni Jenssyni fyrrum formanni félagsins, Bjarka Bjarnasyni og Vigdísi Pétursdóttur eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vel heppnaður fræðslufundur um utanvegaakstur
19.11.2010 | 11:09
Fimmtudaginn 18. nóvember hélt Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar, í samstarfi við Mosfellsbæ, fræðslufund um utanvegaakstur og var fundurinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar. Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar opnaði fundinn með stuttu innleggi um utanvegaakstur í Mosfellsbæ og á hvaða hátt bæjaryfirvöld hefðu brugðist við honum. Því næst hélt Andrés Arnalds náttúrufræðingur fyrirlestur um áhrif utanvegaaksturs. Að lokum hélt Jakob Þór Guðbjartsson fulltrúi Slóðavina og Motomos fyrirlestur um afstöðu vélhjólamanna til aksturs utan þéttbýlis. Fundurinn sem var vel sóttur þótti afar takast vel og í lok fyrirlestra fóru fram áhugaverðar umræður um utanvegaakstur í Mosfellsbæ og víðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræðslufundur um utanvegaakstur og aðalfundur
10.11.2010 | 11:49
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)