Vel heppnaður fræðslufundur um utanvegaakstur
19.11.2010 | 11:09
Fimmtudaginn 18. nóvember hélt Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar, í samstarfi við Mosfellsbæ, fræðslufund um utanvegaakstur og var fundurinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar. Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar opnaði fundinn með stuttu innleggi um utanvegaakstur í Mosfellsbæ og á hvaða hátt bæjaryfirvöld hefðu brugðist við honum. Því næst hélt Andrés Arnalds náttúrufræðingur fyrirlestur um áhrif utanvegaaksturs. Að lokum hélt Jakob Þór Guðbjartsson fulltrúi Slóðavina og Motomos fyrirlestur um afstöðu vélhjólamanna til aksturs utan þéttbýlis. Fundurinn sem var vel sóttur þótti afar takast vel og í lok fyrirlestra fóru fram áhugaverðar umræður um utanvegaakstur í Mosfellsbæ og víðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.