Ný stjórn Umhverfis- og náttúrfræðifélags Mosfellsbæjar

Á framhaldsaðalfundi Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar, sem haldinn var þann 18. nóvember s.l. að loknu fræðslufundi félagsins um utanvegaakstur, var kosið í nýja stjórn félagsins.

Nýja stjórn skipa:

Oddgeir Þór Árnason, formaður

Vala Friðriksdóttir

Andrés Arnalds

Fráfarandi stjórn, þeim Guðjóni Jenssyni fyrrum formanni félagsins, Bjarka Bjarnasyni og Vigdísi Pétursdóttur eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins.


Vel heppnaður fræðslufundur um utanvegaakstur

Fimmtudaginn 18. nóvember hélt Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar, í samstarfi við Mosfellsbæ, fræðslufund um utanvegaakstur og var fundurinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar.  Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar opnaði fundinn með stuttu innleggi um utanvegaakstur í Mosfellsbæ og á hvaða hátt bæjaryfirvöld hefðu brugðist við honum.  Því næst hélt Andrés Arnalds náttúrufræðingur fyrirlestur um áhrif utanvegaaksturs.  Að lokum hélt Jakob Þór Guðbjartsson fulltrúi Slóðavina og Motomos fyrirlestur um afstöðu vélhjólamanna til aksturs utan þéttbýlis.  Fundurinn sem var vel sóttur þótti afar takast vel og í lok fyrirlestra fóru fram áhugaverðar umræður um utanvegaakstur í Mosfellsbæ og víðar.  UNM_fraedslufundur_utanvegaakstur_2010 004


Fræðslufundur um utanvegaakstur og aðalfundur

Fraedslufundur_2010_nov_auglysing_Mosfellingur


Aðalfundur UNM og fyrirlestur um náttúruvernd í Mosfellsbæ

Aðalfundur Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar er fyrirhugaður fimmtudaginn 18. nóvember n.k. í Listasal Mosfellsbæjar frá kl. 17:00-18:45.  Athugið breyttan fundardag.

Í upphafi fundar verður fyrirlestur um utanvegaakstur í Mosfellsbæ. 

Nánari upplýsingar um fundinn verða settar inn síðar þegar þær liggja fyrir


ÍBÚAÞING UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN Í MOSFELLSBÆ

Mosfellsbær – sjálfbært samfélag 

Mosfellsbær boðar til íbúaþings um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ.   Íbúaþingið verður haldið í Lágafellsskóla, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00.

Þingið er haldið í tengslum við vinnu bæjaryfirvalda við endurskoðun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og þeirri gerð aðgerðaráætlunar sem nú stendur yfir og bæjaryfirvöld munu horfa til fyrir næstu árin.

Tilgangurinn er að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina. Allir íbúar bæjarins, þar á meðal fulltrúar félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja, eru hvattir til að mæta og stuðla að lifandi umræðu um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ.

Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið til að hafa áhrif á mótun samfélagsins.

Með kveðju,

f.h Verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ,

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Freysteinsvaka á Elliðavatni laugardaginn 7. nóv.

Freysteinsvaka

Skógræktarfélagið heldur  Freysteinsvöku á Elliðavatni laugardaginn 7. nóvember  kl. 13-17. Umfjöllunarefnið verður náttúrufræðingurinn Freysteinn heitinn Sigurðsson og hin fjölbreytilegu áhugamál hans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Málþing í Mosfellsbæ um sjálfbæra þróun

Mosfellsbær boðar til málþings um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum á Íslandi

Sveitarfélög á Íslandi eru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21.  Áhugavert er að fara yfir og bera saman mismunandi áherslur og aðferðafræði sveitarfélaga í þessum efnum. Um þetta fjallar málþingið, sem fram fer í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2 í Mosfellsbæ (innangengt frá bókasafni), fimmtudaginn 5. nóvember n.k. kl. 16:00-18:00.   Málþingið er öllum opið án endurgjalds.  Boðið verður uppá kaffiveitingar.

 

Dagskrá málþings:

Setning málþings

Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður Verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ

 

Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar - hvar stöndum við og hvert stefnum við?

Sigríður Stefánsdóttir, Akureyrarbæ

 

Staðardagskrár 21, verkfæri til að vera til fyrirmyndar?

Eygerður Margrétardóttir, framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 í Reykjavík

 

Hvers vegna ég?  Þátttaka íbúa í gerð Staðardagskrár 21.

Arnheiður Hjörleifsdóttir, formaður Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar

 

Sýn íbúa á Staðardagskrá 21

Sigrún Guðmundsdóttir, íbúi í Mosfellsbæ

 

Þverfagleg tenging innan stjórnsýslunnar

Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála hjá sveitarfélaginu Árborg

 

Fyrstu skref sjálfbærrar þróunar í sveitafélaginu Garði

Særún Rósa Ástþórsdóttir, formaður Umhverfisnefndar í sveitarfélaginu Garði

 

Tenging Staðardagskrár 21 við aðalskipulag

Freyr Ævarsson, skipulags- og umhverfissviði Fljótsdalshéraðs

 

Mikilvægi skýrrar stefnumótunar

Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar

 

UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR

Fundarstjóri: Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi


Ráðstefna um vatnasvið í Mosfellsbæ

Þann 4. maí s.l. efndu Mosfellsbær, Heilbrigðieftirlit Kjósarsvæðis og Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar til málstofu um rannsóknir á ástandi vatna í Mosfellsbæ.  Voru þar m.a. haldin erindi um rannsóknir á vötnum og ám í Mosfellsbæ, rannsóknir á Hafravatni og ofanvatnslausnir í nýrri hverfum í bænum.  Málþingið tókst vel og var mæting ágæt.
Í framhaldi af málþinginu var haldinn aðalfundur Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar haldinn á sama stað.  Var þar farið yfir helstu viðburði síðastliðinna vikna og nýir meðlimir boðnir velkomnir í félagið.

Nýr vefur Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar

Velkomin á nýjan vef Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar. Hér er fyrirhugað að hafa aðgengilegar upplýsingar um starfsemi félagsins, meðlimi þess og atburði á vegum félagsins.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband